Af hverju taubleyjur?

Taubleyjur eru heilsusamlegar fyrir barnið þitt, umhverfisvænar og ódýrari en bleyjur gerðar úr plasti. Hér að neðan eru fimm mikilvægustu kostirnir við að nota taubleyjur.

1. Heilsan

 Taubleyjur eru góðar og heilsusamlegar fyrir barnið þitt. Þær eru gerðar úr efnum sem eru í senn náttúruleg og anda vel – sem er tilvalið fyrir viðkvæma húð barnsins. Börn sem nota taubleyjur eru að jafnaði fljótari að venjast koppi og þar með er stutt við heilbrigða þróun mjaðmaliðana.

 

2. Umhverfið

 Barn notar u.þ.b. 25 taubleyjur eða 4.000-6.000 hefðbundnar einnota bleyjur á meðan á bleyjutímabilinu stendur. Þetta þýðir u.þ.b. tonn af rusli á þessu 1,5-2 ára tímabili. Notkun endurnýtanlegra taubleyja hefur því umtalsverð áhrif á minni losun rusls. Svo má ekki gleyma því að það getur tekið 400-500 ár fyrir einnota bleyjur að eyðast í náttúrunni. Taubleyjur má þvo og þær endast lengi.

3. Sparnaður

 Taubleyjur eru u.þ.b. 60% ódýrari heldur en einnota bleyjur. Sum samfélög hvetja til þess að kaupa einnota bleyjur og veita jafnvel stuðning. Ef þú hugsar vel um taubleyjurnar þá geta þær auðveldlega dugað fyrir fleiri börn.

4. Einfalt og auðvelt

 Í dag eru taubleyjur jafn einfaldar í notkun og einnota bleyjur. Taubleyjur (fyrir utan ullarbleyjur) má þvo með öðrum vefnaðarvörum, t.d. handklæðum.

5. Skemmtilegt

Taubleyjur koma í mismunandi litum og í fjölbreyttri hönnun sem þýðir að bleyjuskiptin verða aldrei leiðinleg


Taubleyjur frá Popolini

Taubleyjurnar frá Popolini eru gerðar úr náttúrulegum efnum framleiddum í Evrópu. Þú verður hissa þegur þú kemst að þvi hversu auðvelt og hagkvæmt er að nota taubleyjurnar frá Popolini. Popolini byggir á yfir 30 ára reynslu og er með einhverjar albestu taubleyjur sem völ er á. Hérna eru gagnlegar ábendingar um notkun taubleyjanna. Í verslun okkar má einnig sjá mismunandi tegundir.