Climabalance® hjálpar líkamanum að anda
Algengt er að sængur séu of þéttar og hleypa hita ekki auðveldlega í gegnum sig og má segja að rúmið geti því breyst í nokkurs konar gufubað. Léleg hita- og rakalosun kemur af stað hringferli þar sem húðin bregst við með því að svitna og sá umfram raki myndar aftur aðeins meiri hita undir sænginni. Þetta ferli hefur áhrif á gæði svefnsins og hvíldin verður ekki eins og best verður á kosið.

ClimaBalance® er náttúruleg hitajöfnun fyrir rúmið þitt. Hitasvæðin í sænginni tryggja betri líðan þar sem jafnvægi milli hita og raka er ávallt eins og best verður á kosið.
Ef líkaminn þinn nær að anda vel á næturnar, nærðu betri endurheimt og stress minnkar. Þú nærð dýpri og friðsælli svefni og samkvæmt rannsóknum allt að 50% lengri djúpsvefni en með venjulegum sængum. Það hefur aftur góð áhrif á ónæmiskerfið en einnig á líkamlegt og andlegt atgervi og þú munt jafnvel líta út fyrir að vera yngri og afslappaðri.
Af hverju Climabalance®?
Climabalance® er öðruvísi sæng, gædd eiginleikum sem aðrar sængur hafa ekki. Hún hleypir raka í gegnum sig eða andar allt að 3x hraðar en venjuleg sæng. Hún er gerð úr gæða náttúrulegu hráefni þar sem efnið er sérlega létt og fín 100% dúnheld bómull og dúnninn er hágæða evrópskur gæsadúnn.
En það sem skiptir mestu máli eru hitajöfnunarsvæðin sem er einkaleyfisvarin uppfinning til ársins 2022. Það var staðfest í rannsókn undir stjórn Prof. Dr. Dr. Zulley við háskólann í Regensburg árið 2009 að Climabalance® stuðlar að friðsælli svefni og getur lengt hinn mikilvæga djúpsvefn um allt að 50%.
Frekari upplýsingar um Climabalance® sængina má sjá á heimasíðu hennar með því að smella hér.
Framleiðandinn:
Þýska fyrirtækið Sanders group byrjaði að vefa áklæði utan um dúnsængur og dúnkodda árið 1885. Í dag er Sanders orðið leiðandi fyrirtæki í þýskalandi sem hefur yfir að ráða stærstu verksmiðju þýskalands fyrir sængur og kodda. Þeir hafa keypt og sameinast öðrum framleiðendum, t.d. Künsemüller árið 2002 og KAUFMANN árið 2017. Framleiðslulína Sanders er breið, frá góðum sængum til lúxus sænga úr mismunandi gerðum dúns. Þá framleiða þeir einnig vörur með hollowfiber, microfiber og sensofill fillingu.
Sanders vinnur með fjölda rannsóknarstofa sem votta þeirra vörur, t.d. Oeko-Tex 100 standard sem tryggir að engin efni í framleiðslu ytra byrðis er úr hættulegum efnum. Nomite vottar að vörurnar séu ofnæmisfríar og henta því fólki sem hefur ofnæmi fyrir rykmaurum. Traumpass vottar 1. klassa vörur þannig að kaupendur geta verið vissir um að fá það sem þeir telja sig vera að kaupa. Dúnheld ytra byrði eða áklæði með vottuninni Finest Down Proof Fabric Made in Germany er talið það besta sinnar tegundar í heiminum.
Reviews
There are no reviews yet.