Við vorum að fá sængur og kodda, frá franska framleiðandanum Pyrenex sem við erum mjög ánægð með en við byrjuðum að taka inn kodda frá þeim fyrir ári síðan sem viðskiptavinir okkar hafa tekið mjög vel og því ákváðum við að bæta við sængum frá þeim. Sængurnar eru frábær viðbót við þær sængur sem við bjóðum upp á .
Pyranex hefur framleitt dúnvörur í yfir 160 ár. Pyranex er handhafi EPV merkisins sem er veitt til franskra afburðarfyrirtækja af stjórnvöldum sem viðurkenning um ágæti þeirra og iðnaðarþekkingu. Vottunin tekur til fjölmargra þátta og er krefjandi en jafnframt staðfesting á að fyrirtækinu hafi tekist að sameina ástríðu, nýsköpun og mjög mikla virðisaukandi framleiðslu þar sem samfélagsábyrgð er í hávegum höfð.
Sjá hérna: sofdurott.is/?s=pyrenex&post_type=product