Dúnn af austurrísku hvítgæsunum er í hæsta gæðaflokki og eru sængur sem fylltar eru með þannig dúni sérlega léttar og þægilegar. Gæsirnar eru sjaldgæfar í dag þar sem einungis fá austurrísk sveitabýli stunda búskap með þær samkvæmt gamalli hefð og fá því að bera merkið “Österreichische Weidegans” sem merki um gæði.
Einungis um 800 sængur eru framleiddar árlega og eru örfáar á leiðinni til okkar núna um mánaðarmótin.