Við fengum mjög góða spurningu í gær:
“Er einhver raunverulegur munur á dúni og ef svo er skiptir hann einhverju máli?”
Stuttu svörin eru “Já” og “Nei, en eftir hverju ertu að leita?”
EN…
Flestir eru sammála um að Lada og Mercedes Benz séu bílar til að gera það sama, flytja fólk frá A til B en það er gríðarlegur munur á gæðum og þægindum á þessum tveimur bílum.
Þá myndu örugglega nánast allir velja Iphone X frekar en t.d. Iphone 7. Báðir gera það sama en það er talsverður munur á gæðum.
Það sama á við um sængur sem er ástæðan fyrir því að þær eru í mörgum verð- og gæðaklössum. Sæng getur verið hlý eða mjög hlý en samt afskaplega létt en það er vegna þess að dúnninn hefur hátt “fill power” og áklæðið er ofið úr mjög góðri og léttri bómull.
Dúnn sem hefur hátt fill power og er af eldri fuglum er í hærri gæðum en dúnn af yngri fuglum. Dúnninn er einnig þéttari og sterkari sem gefur sænginni lengri endingartíma.
Þá komum við að því hvort að munur á dúni skipti máli en sumir kjósa að sofa með þungar sængur en aðrir vilja léttar.
Ef ætlunin er að vera með sæng sem er svo létt að þú finnur varla fyrir henni en veitir samt góða hlýju og einangrun taktu hátt fill power.
Ef ætlunin er hins vegar að vera með sæng sem er þung taktu þá sæng sem er með lágt fill power og er úr þungu efni.
Meira um fill power og dún á
Þegar þú kaupir næstu sæng spurðu um:
Hvaða fill power hefur dúnninn?
Í hvaða klassa er dúnninn?
Hvaðan kemur dúnninn?