Fyrsti prófunaraðilinn sem tók þátt í að prófa Climabalance sængina er Charles Óttar Magnússon. Við tókum stutt viðtal við hann og fengum að heyra hvernig síðustu vikur hafa gengið fyrir sig.
Aðspurður hvers vegna hann ákvað að taka þátt í þessari tilraun segir hann að konan hans hafi tekið eftir þessu á netinu og þótt kjörið að bjóða karlinn fram. Hann hafi skoðað upplýsingar um sængina í kjölfarið og aðeins kynnt sér niðurstöður þýsku tilraunarinnar (upplýsingar um hana má sjá hérna inni á síðunni). Hönnunin á Climabalance sænginni segir hann vera sniðuga þar sem gluggarnir hleypa rakanum vel í gegn.
Spurning: „Þú prófaðir bæði létta sæng og millihlýja sæng og ákvaðst að taka millihlýju sængina, af hverju varð hún fyrir valinu? Ég er mjög heitfengur og hef prófað alls konar sængur, dúnsængur, teppi og aðrar tegundir af sængum. Millihlýja sængin er alveg á mörkunum að vera of heit fyrir mig en hún andar alveg ótrúlega vel. Ég hef verið að svitna mjög mikið í svefni en geri það ekki með þessum tveimur sængum. Létta sængin er eiginlega full létt þannig að mér fannst hún vera aðeins „chilly“ og þess vegna ákvað ég frekar að taka hina þrátt fyrir að vera jafnvel á mörkunum að vera of heit. Ég svitna samt ekki í svefni með hana ofan á mér og hef ekki svitnað síðan ég fékk sængurnar í hendurnar til að prófa.“ Charles hélt áfram og sagðist hafa verið að prófa sig áfram með hvað henti honum og að þau hjón eigi orðið slatta af gestasængum en stóra málið sé að þær sængur andi alls ekki nógu vel. Hann talaði einnig um að hann hafi verið að vakna þvalur á morgnana og það sé mjög óþægilegt því sé þetta kærkomin breyting.
Charles segir konuna sína eiga mjög góða dúnsæng en hún hafi samt steinlegið fyrir Climabalance sænginni og það stefni í að hann þurfi að ná henni til baka. Þannig að hún var einnig mjög ánægð með sængurnar
Spurning: „Finnurðu muninn í auknum svefngæðum? Mér finnst ég ná dýpri svefni. Ég fer að sofa og vakna þegar vekjaraklukkan hringir á morgnana en áður var ég að vakna 1-2x á nóttunni. Þannig að ég er að fá miklu betri svefn út úr þessu líka. [Innskot: Það er akkúrat það sem þeir segja vera eina af niðurstöðum rannsóknarinnar.] Það stemmir bara mjög vel við mína upplifun því að ég er fá miklu betri svefn.
Að lokum ræddum við um að sængurnar væru auðvitað ekki ódýrar en Charles segir fólk stundum hugsa rangt, leyfi sér til dæmis að skreppa í helgarferð sem kostar eflaust 100-200.000 kr. eða meira eða kaupir hlut sem ætlunin er að nota 1-2x á ári fyrir háar fjárhæðir en tímir svo ekki að kaupa sér hlut sem er notaður á hverjum degi. „Það er mín skoðun að maður eigi að eyða í gott rúm og góða sæng því að það skiptir svo miklu máli að sofa vel. T.d. að kaupa sæng á 50-60.000 kr. er auðvitað hellings peningur en þegar upp er staðið eru þetta bara lífsgæði“
Charles Óttar Magnússon mælir 100% með Climabalance sænginni