Hugmyndin á bakvið CURA Pearl sængina er ekki ný á nálinni en markmiðið var að búa til vöru í háum gæðum en jafnframt á góðu verði, sem var allt að 70-80% lægra en á sambærilegum vörum. CURA of Sweden fannst mikilvægt að geta einnig boðið hana sem lækningavöru og því tók hönnun hennar mið af því. CURA Pearl er skráð hjá Lyfjastofnun Svíþjóðar (Swedish Medical Products Agency). En þar sem sængin hentar fyrir fleiri hópa en þá sem eiga við svefnvandamál að stríða, hafa ákveðnar greiningar, t.d. ADHD eða einhverfu eða aðra undirliggjandi sjúkdóma þá ákváðu þeir að bjóða hana til almennings. Til að sannreyna að framleiðsluferlið og að varan sjálf væri í ákveðnum gæðum fékk CURA of Sweden óháð fyrirtæki til að votta framleiðsluna.
CE-merking vöru gefur til kynna að varan uppfylli þær lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í Evróputilskipunum
Sedex (Supplier Ethical Data Exchange) eru óhagnaðardrifin alþjóðleg samtök sem vinna við að þróa og endurbæta ábyrga og siðferðilega viðskiptahætti fyrir meðlimi sína og taka tillit til allrar aðfangakeðjunnar (e. supply chain)
OEKO-TEX® Standard 100 er alþjóðleg vottun á vörum úr textíl og tryggir að engin hættuleg efni hafi verið notuð á neinum stigum framleiðslunnar
SGS (Société Générale de Surveillance) vottunin tryggir að öryggisákvæðum sé fylgt og varan innihaldi ekki hættuleg efni
BSCI (The Business Social Compliance Initiative) er evrópskt samvinnuátak fyrirtækja sem vilja bæta viðskiptahætti í alþjóðlegu framboðakeðjunni. BSCI veitir stimpilinn “Umhverfisvænn” sem horfir á framleiðsluþætti eins og notkun á vatni, lofti, efnum og vinnuaðstöðu
RISE (Research Institutes of Sweden) hefur prófað allar vörur CURA of Sweden og vottar að þær þola allar 60°C þvott í þvottavél