Sofðu rótt styrkir Einhverfusamtökin

CURA þyngingarvörurnar (teppin og sængurnar) eru skráðar lækningavörur í Svíþjóð en þær henta flestöllum mjög vel til að ná aukinni slökun, ró og til að bæta svefngæði. Þyngingarsængurnar og -teppin virðast samt gagnast þeim best sem hafa undirliggjandi raskanir, s.s. ADHD, einhverfu, kvíða, þunglyndi o.fl. Því ákváðum við í vor, þegar við byrjuðum að selja sængurnar, að styðja við nokkur samtök, þ.e. ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og SPOEX (Samtök psoriasis-og exemsjúklinga).

Við kaup á CURA vörunum geta kaupendur valið að Sofðu rótt styrki eitt þessara þriggja samtaka.

Það er okkur sönn ánægja að hafa greitt Einhverfusamtökunum styrk upp á 150.000 kr. Við vonum að kaupendur verði áfram duglegir að merkja við eitt þessara þriggja samtaka til að þau njóti góðs af samstarfinu.

Á myndinni eru Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna og Arnar Þór Jónsson, eigandi Sofðu rótt.

CURA þyngingarvörur

Cura Pearl Classic þyngingarsæng

24.900 kr.
Out of stock

CURA þyngingarvörur

Cura Minky þyngingarteppi

19.900 kr.
Out of stock

CURA þyngingarvörur

Cura þyngingar svefngríma

5.900 kr.
0

Your Cart