CURA þyngingarvörurnar (teppin og sængurnar) eru skráðar lækningavörur í Svíþjóð en þær henta flestöllum mjög vel til að ná aukinni slökun, ró og til að bæta svefngæði. Þyngingarsængurnar og -teppin virðast samt gagnast þeim best sem hafa undirliggjandi raskanir, s.s. ADHD, einhverfu, kvíða, þunglyndi o.fl. Því ákváðum við í vor, þegar við byrjuðum að selja sængurnar, að styðja við nokkur samtök, þ.e. ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og SPOEX (Samtök psoriasis-og exemsjúklinga).
Við kaup á CURA vörunum geta kaupendur valið að Sofðu rótt styrki eitt þessara þriggja samtaka.
Það er okkur sönn ánægja að hafa greitt Einhverfusamtökunum styrk upp á 150.000 kr. Við vonum að kaupendur verði áfram duglegir að merkja við eitt þessara þriggja samtaka til að þau njóti góðs af samstarfinu.
Á myndinni eru Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna og Arnar Þór Jónsson, eigandi Sofðu rótt.