Það eru fjölmargir kostir við að nota þung teppi eða sængur. Niðurstöður eru samt sem áður einstaklingsbundnar og sömu áhrifin koma ekki fram hjá öllum.
Eftirfarandi eru topp 10 ástæður fyrir því að nota þung teppi/sængur:
Getur minnkað stress og kvíða með lækkaðu magni cortisol
Ef þú átt erfitt með að róa hugann og “slökkva” á hugsunum þegar þú leggst til svefns þá gætir þú verið frábær kandidat fyrir þunga sæng. Í raun og vera má segja að fullorðið fólk sem þjáist af kvíða og stressi séu þeir sem sækjast einna helst eftir þungum sængum/teppum.
En veistu hvers vegna þú þarft á stresshormóninu cortisol að halda? Líkaminn þarf á cortisol að halda t.d. ef þú ætlar að slást eða berjast við einhvern. En veistu hvenær þú þarft ekki á því að halda? Þegar þú ert að reyna að sofna. Stress getur aukið magn cortisol í líkamanum sem gerir okkur erfiðara fyrir að hvílast. Og það sem verra er að svefnleysi getur aukið magn cortisol til muna og það er tiltölulega auðvelt að lenda í hringavitleysu svefnleysis og aukins magns cortisol.
Þung teppi fyrir fullorðna gætu verið lausnin á þessu óæskilega vandamáli. Þung teppi hjálpa þér við að ná jarðtengingu og afslöppun á næturnar. Það sem gerist er að magn hormónsins serotonin eykst en á sama tíma minnkar magn cortisol. Ef það er ekki nóg þá er serotonin hvati við að auka framleiðslu melatonin sem er einmitt hormónið sem segir heilanum okkar að hvílast.
Getur létt á einkennum ADHD
Fyrir börn og fullorðna með ADHD þá getur það verið áskorun að ná einbeitingu aftur þegar truflun í boðefnakerfi heila veldur því að það er erfitt að róa sig. Vegna þess eru þung teppi oft notuð sem hluti af alhliða úrræði til að breyta hegðun og búa til betri hegðunarmynstur.
Mörgum foreldrum finnst þungt teppi hafa verið hjálpsamlegt tæki til að róa barn í kasti. Fullorðnir með ADHD geta einnig notið afslappandi áhrifa þungs teppis. Þyngdin á teppinu örvar skynnema sem senda gleðihormón til heilans sem hindra oförvun. Þegar hugurinn reikar út um allt og þú átt erfitt með að einbeita þér þá virkar þunga teppið eins og hlýtt og þétt faðmlag.
Getur minnkað svefnleysi
Þegar þú liggur undir þungri sæng finnirðu fyrir þrýstingi sem getur hjálpað þér við að slaka á sem skilar sér í því að svefninn verður rólegri og þú byltir þér sjaldnar.
Vaknar upp endurnærður
Að sofa undir þungu teppi/sæng hjálpar þér að sofa betur. En hvað með næsta dag? Það er engin tilviljun að ef þú sefur vel þá líður þér betur, það er léttara yfir þér og þú ert tilbúin/n að takast á við daginn.
Þegar þú sefur illa þá seturðu líkamann “á hærra viðvörunarstig”. Það getur haft áhrif á heilsuna þína, t.d. með hækkun blóðþrýstings og hormóna.
Getur leyst svefnvandamálin á náttúrulegan hátt
Geturðu ekki sofið? Viltu ekki taka svefntöflur? Þú ert ekki alein/n! Fullt af fólki notast við náttúrulegar lausnir til að sofa betur, t.d. hugleiðslu og melatonin.
Þung teppi/sængur eru flokkuð á sama hátt. Þegar svefnleysi plagar þig þá geturðu einfaldlega notast við þunga CURA sæng sem þarfnast ekki uppáskriftar læknis, líkt og svefnpillur. Við mælum með þyngd sem samsvarar u.þ.b. 10-15% af líkamsþyngd þinni og hún gæti gjörbreytt því hvernig þú hvílist á næturnar.
Þú byltir þér minna á næturnar
Þú þjáist kannski ekki af svefnleysi en hreyfirðu þig kannski meira en eðlilegt er á næturnar? Hefur maki þinn einhvern tímann spurt þig hvort þú sért að undirbúa þig fyrir keppni á Ólympíuleikunum? Mikil hreyfing á næturnar gæti því haft þau áhrif að þó þú sofir alla nóttina þá þú hvílist þú ekki vel.
Þyngdin í sænginni hefur það í för með sér að þú byltir þér minna á næturnar og gæti stuðlað að betri hvíld hjá þér og maka þínum (sem verður kannski var við allar bylturnar þínar) þar sem svefninn verður mun rólegri alla nóttina.
Getur bætt skapið og minnkað einmanaleika
Þegar þú notar þunga sæng/teppi senda skynnemar húðarinnar boð til heilans sem svipar til hlýs faðmlags eða nudds. Boðin segja heilanum að mynda gleðihormónið serotonin sem veitir þér ánægju.
Gott hlýtt faðmlag og snerting fær okkur til að finnast við vera öruggari sem minnkar einmanaleika hjá mörgum. Notkun á þungu teppi/sæng getur gefið sömu tilfinningu og jafnframt heima hjá þér í einrúmi.
Getur bætt einbeitingu í vinnu eða skóla
Stundum getur skóli eða vinna verið yfirþyrmandi fyrir fólk með greiningar þannig að í stað þess að róa sig niður og einbeita sér að ákveðnu viðfangsefni getur hugurinn reikað út um allt. Notkun á þungum teppum við þær aðstæður getur haft róandi áhrif á viðkomandi þannig hann geti átt auðveldara með einbeitingu og skilar í leiðinni meiri framleiðni.
Getur létt á fótapirringi
Þeir sem eru með fótaóeirð kvarta oft yfir að pirringur eða náladofi í fótunum aukist þegar þeir eru í rúminu. Fótaóeirðin getur svo leitt til svefntruflana. Þessi stöðuga þörf að að hreyfa fæturnar getur einnig verið vandamál þegar verið er að ferðast í bílum eða flugvélum. Þeir sem þjást af fótaóeirð nota oft þrýstisokka til að létta á vandamálinu en það lítur út fyrir að þung teppi/sængur geti skilað svipaðri niðurstöðu með aukinni þyngd á fæturnar. weight on the legs.
Hvernig á maður að finna út hvaða þyngd hentar… Ætla ekki að kaupa allar til að prufa….
Viðmiðið er að sængin/teppið sé 10-15% af líkamsþyngd notandans. Manneskja sem er 70 kg þarf þá sæng sem er 7 eða 9 kg.
Viðmiðið er að sængin/teppið sé 10-15% af líkamsþyngd notandans. Manneskja sem er 75 kg þarf þá sæng sem er 7 eða 9 kg.