Svitnar þú mikið á næturnar? Eða þekkir þú einhvern sem svitnar mikið og á erfitt með svefn vegna of mikils hita og svita? Climabalance sængin gæti verið hin fullkomna jólagjöf.
Climabalance sængin er þeim eiginleikum gædd að hún andar allt að 3x betur en hefðbundin dúnsæng og er hitastigið undir henni mun jafnara en hjá sambærilegum sængum. Gerð var svefnrannsókn við háskólasjúkrahúsið í Regensburg fyrir nokkrum árum þar sem helstu niðurstöður voru að með því að nota Climabalance sængina var svefninn rólegri og djúpsvefn og REM svefn lengdist.
Fyrir skömmu benti allt til þess að Climabalance sængurnar næðu ekki til okkar fyrir jólin en núna lítur út fyrir að við fáum þær afgreiddar til okkar þann 17. desember. Við setjum hana í sölu um leið og við fáum staðfest að afhendingartíminn verði fyrir jólin.
Sængin hentar öllum en ef þú þekkir einhvern sem er að glíma við svefnvandamál vegna þess að hann/hún hitnar eða svitnar of mikið á næturnar þá gæti Climabalance sængin raunverulega bætt lífsgæði viðkomandi.
Meira um Climabalance á https://sofdurott.is/vara/climabalance-first-class-saeng/