Þegar við fórum af stað með vefverslun Sofðu rótt haustið 2017 var það vegna þess að við höfðum komist í kynni við allnokkra framleiðendur í gegnum heildverslunina okkar Vita ehf. sem selur til hótela og veitingastaða. Okkur fannst við verða að koma nokkrum vörutegundum á framfæri til neytenda á Íslandi þar sem við sáum okkur fært að bjóða vörur á betra verði en sambærilegar vörur bjóðast hjá samkeppnisaðilum.
Við byrjuðum því að flytja inn dúnsængur, kodda og rúmföt en bættum síðar við inniskóm, treflum og teppum. Við tókum fljótlega þá ákvörðun að einblína einna helst á tvær vörur þar sem þær njóta sérstöðu og eru báðar með heimseinkaleyfi. Annars vegar er um að ræða heilsusængina Climabalance sem hleypir raka einstaklega vel í gegnum sig og stuðlar þannig að betri og friðsælli svefni. Hins vegar heilsukoddann Viscospring Wonderpillow sem inniheldur gormakerfi og memory foam svamp. Báðar vörurnar hafa verið vísindalega rannsakaðar en hægt að nálgast niðurstöðurnar á heimasíðunni okkar.
En ætlunin var ekki að einblína á vörur sem við höfum verið með í sölu um nokkurt skeið heldur nýja vöru sem er þunga sængin CURA Pearl frá CURA of Sweden. Á síðasta ári fengum við nokkrar fyrirspurnir frá fólki sem var að leita sér að þungum sængum. Auðvitað ákváðum við að skoða hvað væri á bak við þá hugmyndafræði að sofa undir þungri sæng en andstæð hugsun liggur þar að baki miðað við léttu dúnsængurnar sem við seljum mest af. Við leituðum okkur upplýsinga víða og settum okkur í samband við fjölda framleiðenda til að fá dýpri innsýn á hvað væri í boði. Fyrir valinu varð síðan sængurframleiðandinn CURA of Sweden.
Þungar sængur eru ekki nýjar í sögunni en við verðum með aðra færslu sem segir betur frá því. Á síðustu 10-15 árum hafa þungar sængur verið notaðar í lækningaskyni því að fjölmargar rannsóknir sýna að þær geta haft góð áhrif á svefn hjá ýmsum hópum, s.s. þeim sem glíma við ADHD, einhverfu, aspergers, stress, kvíða, heilabilun, anorexíu/bulimiu, vandamál í taugakerfinu o.fl. En CURA sængin hentar ekki aðeins þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma eða greiningar heldur á hún að geta hjálpað flestum að sofa betur. Það sem gerist við að sofa undir þungri sæng er að þyngdin (sem má kannski líkja við líðan eftir gott nudd) getur örvað skynnema (e. skin receptors) sem senda boð til heilans að búa til og losa hamingju (e. feel-good) hormónin oxytocin og serotonin. Oxytocin getur einnig myndast við nánd, t.d. við hlýtt og gott faðmlag, snertingu foreldra og barna eða kynlíf. Serotonin er hvati í að búa til melatonin sem er lykil hormón til að hvílast vel. Að auki sýna rannsóknir að þyngdin getur minnkað magn stress hormónsins cortisol.
Þungar sængur hafa verið til skamms tíma mjög dýrar og ekki á allra færi að eignast þær. Á síðustu árum hefur orðið mikil vakning, þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem almenningur hefur verið að uppgötva kosti þungra sænga og það hefur orðið til þess að fleiri hafa farið að framleiða sængurnar og verðið hefur lækkað umtalsvert. Sængurnar hafa selst í milljóna vís í Bandaríkjunum en Evrópumarkaðurinn hefur ekki fylgt nægilega vel eftir. Undanfarin tvö ár hefur hann þó vaknað til lífsins.
CURA Pearl fæst frá 3-13 kg. og er vinsælasta þunga sængin í Evrópu með yfir 250.000 sængur seldar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
Sofðu rótt fær fyrstu sendinguna til landsins í lok febrúar og ætlar að því tilefni að bjóða 20% kynningarafslátt út febrúar. Frí heimsending í boði.
Hef áhuga á að kaupa þunga sæng af ykkur er ekki viss um hvaða þyng ég eigi að taka. Sá að vinsælast er 7 og 9 kíló.
Viðmiðið er að sængin/teppið sé 10-15% af líkamsþyngd notandans. Manneskja sem er 70 kg þarf þá sæng sem er 7 eða 9 kg.