Sjálfboðaliðar óskast

Óskum eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í einfaldri tilraun!

Sofðu rótt óskar hér með eftir 3-5 sjálfboðaliðum til að sofa með Climabalance sængur. Climabalance sængurnar eru þeim eiginleikum gæddar að halda jafnara hitastigi á þeim sem sofa með þær en hefðbundnar sængur. Það var staðfest í svefnrannsókn við svefnrannsóknarsetur Regensburgar háskóla undir stjórn Prof. Dr. Dr. Zulley árið 2009. Niðurstöðurnar voru afgerandi og sýndu fram á bættan svefn en helstu niðurstöður voru þær að djúpsvefninn lengdist um allt að 50% og REM svefninn lengdist, þá var svefninn rólegri og lengri. Hægt er að skoða það helsta um niðurstöður rannsóknarinnar á Youtube 

Við höfum mikla trú á Climabalance sænginni og langar okkur til að sýna fram á að þessar niðurstöðu eigi líka við Íslendinga, reyndar með mjög litlu úrtaki. Okkar tilraun er samt ekki vísindalegri en það að þeir sem taka þátt í tilrauninni sofa einfaldlega með sængina í smá tíma án þess að vera tengdir mælum og hvað þá upptökur.

Climabalance sængin hentar öllum en í þessa tilraun óskum við eftir fólki sem er of heitt á næturnar eða er ýmist heitt eða kalt. Ástæðan fyrir því er sú að við teljum að niðurstaðan sé meira afgerandi fyrir þennan hóp. Þeir sem verða valdir til að taka þátt í þessari litlu tilraun fá Climabalance létta sæng, miðlungs hlýja sæng eða báðar til að prófa. Að loknu prófunartímabili fær þátttakandinn aðra hvora sængina að launum. Það eina sem við viljum fá frá þátttakendum er að þeir séu heiðarlegir og segi okkur hvernig var að sofa með sængina og gefi leyfi til að birta þeirra umsögn með mynd.

Ef þið vitið um einhverja hópa á Facebook sem hefur að geyma einstaklinga þar sem sæng með betri hitajöfnun gæti hjálpað endilega látið þá vita með því að deila færslunni.

Þeir sem hafa áhuga, vinsamlegast sendið okkur annað hvort Facebook skilaboð eða á sofdurott@sofdurott.is en ekki með því að kommenta á þessa færslu.

0

Your Cart