Við kynnum annan prófunaraðila

Annar prófunaraðilinn í Climabalance tilrauninni er Birna Gísladóttir. Við tókum stutt viðtal við hana og fengum að heyra hvernig síðustu vikur hafa gengið fyrir sig.

Aðspurð um hvers vegna hún hafi ákveðið að óska eftir því að taka þátt í tilrauninni segir hún ástæðuna vera að Sigrún Inga, konan hennar hafi tekið eftir sænginni á Haustmarkaði netverslana. Hún hafi tekið eftir sæng sem var með götum og spurst fyrir til hvers þau væru. Sigrún Inga hafi í kjölfarið óskað eftir fyrir hönd Birnu að taka þátt þar sem hún svitni mjög mikið á næturnar og sofi þ.a.l. mjög illa.

Birna er á breytingaraldri en hefur alltaf svitnað mikið en síðustu árin hefur hún þurft að skipta á rúminu allt að sex sinnum í viku. Á hverjum morgni hafi hún vaknað mjög þvöl eftir nóttina og það hafi engu breytt þó hún hafi skipt um náttföt eða nærfatnað um miðja nótt. Til þess að reyna að gera svefninn bærilegan þá hefur Birna reynt að hafa eins kalt í herberginu á næturnar og mögulegt er (Sigrúnu til mikillar armæðu).

Aðspurð um hvort að hún finni breytingu með því að nota Climabalance sængurnar þá segir hún heldur betur vera breyting. „Það er mikil breyting núna síðan ég fékk Climabalance sængina en ég hef ekki þurft að skipta á rúminu. Ha, ekki skipt síðan þú fékkst sængina? Er ekki kominn tími á það núna? [innskot, vantrúaður :)]. Jú, ég meina núna skiptum við eðlilega oft á rúminu.“ Birna heldur áfram og segist hafa valið meðal hlýju sængina vegna þess að létta sængin sé of köld yfir vetrarmánuðina og hún kjósi að sofa í köldu herbergi. Hún sé samt örugglega snilld þegar hlýna fer í veðri.

Birna segist hafa prófað mjög margar gerðir af sængum en engin þeirra hafi verið að virka fyrir sig, síðasta sæng sem hún hafi verið hafi verið mjög þunn en samt sem áður svitnaði hún mikið undir henni.

Aðspurð hvort að hún hafi orðið vör við breytingar á svefngæðum til batnaðar, eins og staðhæft er í niðurstöðum þýsku rannsóknarinnar segir Birna að hún sofi miklu betur en áður. „Og hvernig lýsir það sér? Ég vaknaði svona 5-6x á nóttu vegna þess að mér var alltaf svo heitt og ég var alltaf svo sveitt. Ég þurfti að skipta um nærföt, náttföt eða bol á nóttunni. Ég vakna kannski einu sinni núna. Það kemur samt alveg fyrir ennþá að ég svitni á næturnar en það er ekkert í líkingu við það sem það var þegar ég svitnaði svo mikið að ég rann úr rúminu á morgnana og sængurverið vel blautt. Fannst ég bara þurfa að breiða handklæði yfir lakið en það hefur ekki gerst síðan ég fékk þessa sæng. Ef manni er svona heitt og svitnar mikið þá hvílist maður einfaldlega miklu verr.“ Sigrún bætir við að hún sé líka hætt að sofa ofan á sænginni. „Þegar maður búinn að eiga í erfiðleikum með svefninn í þó nokkurn tíma þá er maður tilbúinn að skoða allt sem getur hjálpað manni. Búin að prófa bætiefni og slökun fyrir svefninn o.fl. o.fl. Maður fer jafnvel að halda að það sé eitthvað að manni fyrst að ég svaf alltaf svona illa. En núna þegar ég er búin að sofa með þessa sæng tengi ég að líðan mín er svona tengd svefninum og að ég hafi verið að vakna svona oft á næturnar.

Að lokum töluðu þær Birna og Sigrún Inga um að sængin kostaði auðvitað sitt en það væri augljós gæðamunur á Climabalance sængunum og þeim sængum sem þær höfðu áður átt. „Þegar ég er búinn að prófa Climabalance sæng þá myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um að kaupa hana þar sem ég sef miklu betur og mér líður líka miklu betur. Svefninn skiptir bara öllu máli í daglegu lífi og ef þú ert að vakna 5-6x á nóttu og þú færð sæng sem virkar og þú ert að vakna kannski einu sinni þá þarf engan stærðfræðing til að segja þér hversu mikið svefngæðin batna.“

„Ég mun aldrei sleppa þessari sæng“ segir Birna Gísladóttir og Sigrún bætir við: „Sá sem er síðastur upp í rúm tapar sænginni“.

0

Your Cart