Þegar við lásum fréttir af þjóðarpúlsi Gallup að fjórðungur þjóðarinnar hefði mikinn kvíða út af Covid-19 fannst okkur það gríðarlega hátt hlutfall þó svo að það komi ekki beint á óvart. Fólk upplifir streitu og kvíða vegna þess að það eða aðstandendur gætu veikst og/eða í kjölfar efnahagslegra ástæðna sem óhjákvæmilega fylgja.
Við getum ekki með nokkru móti fullyrt að þyngingarsængin CURA Pearl hjálpi öllum að slaka á, róa sig og láta sér líða betur en hins vegar getur hún verið náttúruleg lausn í þeirri viðleitni. Þyngingarsængur hafa verið notaðar í lækningaskyni um árabil fyrir hina ýmsu hópa, m.a. streitu- og kvíðasjúklinga einmitt til að ná fram áðurnefndum áhrifum. Það sem gerist þegar þú leggst undir hana er að þér finnst þú fá hlýtt og gott faðmlag, þyngdin setur léttan þrýsting á skynnema undir húðinni sem senda við það boð til heilans að mynda gleðihormónið serotonin og draga úr framleiðslu stresshormónsins cortisol. Þegar það gerist fer líkaminn að slaka á og róar sig og stuðlar að aukinni jákvæðni.
CURA Pearl sængin er tiltölulega ódýr lausn sem gæti hjálpað mörgum að slaka á og hvílast og gæti jafnvel í einhverjum tilfellum komið í stað lyfjagjafar.