Hugleiðingar og staðreyndir um sængur

Afar skiptar skoðanir eru meðal fólks hvernig sæng er best að nota og þar er ekkert eitt rétt sem gildir fyrir alla. Það skiptir miklu máli að hver og einn velji rétt fyrir sig þegar kemur að því að kaupa sæng eða dýnur. Þess má geta að talið er að allt að tveir þriðju Breta glími við svefntruflanir og einn þriðji við ýmiskonar svefnvandamál og það er ekkert ólíklegt að ástandið sé svipað á Íslandi. Hér á eftir ætlum við að segja frá því sem okkur finnst og er bæði byggt á reynslusögum og vísindum en u.þ.b. 70.000 rannsóknir sem koma inn á svefn með einum eða öðrum hætti hafa verið gerðar.

Athugið að þetta er löng grein en fróðleg…

Veldu passlega hlýja sæng

Það skiptir mjög miklu máli að velja sæng sem hentar þér. Við höfum heyrt í mörgum sem vilja hafa sængina sína mjúka og notalega og velja því sæng sem er með mikilli fyllingu. Okkar mat er að fyrir suma kunni það að vera rétt mat en fyrir flesta teljum að það sé röng aðferðafræði til að velja sæng. Ástæðan fyrir því er sú að við teljum að notandinn sé að fórna svefngæðum með því að velja sæng sem reynist svo of hlý fyrir hann. Þar sem sængin er of hlý þá fer notandinn að svitna undir henni sem veldur því að hann er sífellt að taka sængina af sér og setja hana aftur yfir sig sem veldur því að svefninn verður órólegri og viðkomandi hvílist ekki eins vel.

Flestir framleiðendur sænga eru búnir að mæla hversu hlý sængin er skv. TOG kvarða þar sem 1 er kaldast og 15 er hlýjast en til einföldunar notast margir við fjóra flokka: létt, meðal hlý, hlý og extra hlý. Eftirfarandi tafla sýnir hvernig mælt er með að velja sæng en þar er hitastigið í herberginu og þyngd viðkomandi þeir þættir sem þarf að skoða. Sjá töfluna hér að neðan.

Sængur úr gerviefnum

Sængur úr gerviefnum eru flestar gerðar úr polyester og eru tiltölulega ódýrar. Gæði sænga úr gerviefnum hefur batnað mikið hin síðari ár og eru þær oft ódýrari en sængur úr náttúrulegum efnum. Algengustu sængur úr gerviefnum eru úr microfiber eða hollowfiber og er venjulega auðvelt að þrífa þær en endingartími þeirra er gjarnan styttri en sænga úr náttúrulegum efnum. Sængur úr gerviefnum eru oft sagðar vera betri fyrir fólk sem er með ofnæmi, þá sérstaklega ofnæmi fyrir dúni eða fiðri. Fjölmargar rannsóknir (sjá t.d. hér eða hérna) benda til þess að það séu mjög fáir sem hafa raunverulegt ofnæmi fyrir dún og fiðri meðan fleiri hafa ofnæmi fyrir rykmaurum. Ysta lag sængurinnar skiptir þar höfuðmáli og ef það er ofnæmisfrítt þá eiga rykmaurarnir mjög erfitt með að ná fótfestu þar. Ódýrari sængur hafa oft lakara ysta lag sem gerir það að verkum að það er auðveldara fyrir rykmaura að lifa þar. Og það eru fyrst og fremst þeir sem valda ofnæmisviðbrögðum hjá fólki.

Við hjá Sofðu rótt tókum þá ákvörðun að bjóða ekki upp á sængur úr gerviefnum nema þær hafi einhverja sérstaka eiginleika líkt og CURA Pearl sængin.

Sængur úr náttúrulegum efnum

Til er mikill fjöldi af mismunandi sængum sem eru úr náttúrulegum efnum, s.s. dúni, fiðri, ull, silki, bambus, tencel o.fl. Gæðin og verðið á sængunum er afar mismunandi og það getur verið mjög ruglingslegt fyrir óvana að finna út úr því hvað er gott og hvað hentar best. Við höfum mesta þekkingu og reynslu í að selja dúnsængur þannig að við viljum miðla aðeins þeirri þekkingu.

Það er okkur kappsmál að þeir framleiðendur sem við verslum við geti sýnt fram á að dúnninn sem þeir nota í sængurnar sínar komi sem hliðarafurð af fuglum sem hefur verið slátrað en ekki af lifandi reittum fuglum. Í matvælaiðnaði er oftast kappsmál að ala fuglana eins hratt upp og hægt er til að þeir nái slátturþyngd sem allra fyrst. Dúnninn og fiðrið þroskast og stækkar með fuglinum sem þýðir að í flestum tilfellum er fuglinum slátrað áður en þeir verða nægjanlega þroskaðir til að dúnninn og fiðrið sem af þeim kemur verður í bestu mögulegu gæðum.

Besti dúnninn kemur yfirleitt af fuglum sem eru villtir (t.d. æður), ganga að hluta til villtir (austurríska hvítgæsin) eða þeir sem fá að lifa lengur. Venjulega er gæsadúnninn í betri gæðum en andardúnninn en þó eru til hágæða andardúnssængur. Þar sem minna er til af fuglum sem ná ákveðnum þroska eða erfiðara er að ná í dúninn af villtum fuglum hefur það áhrif á verðið á honum. Minna framboð og meiri gæði þýða hærra verð.

Ástæðan fyrir því að það er verið að sækjast eftir dúni í þessum gæðum er sá að dúnninn er þéttari og stærri sem þýðir að hægt er að nota minna magn af dúni í sængina og hentar því þeim sem vilja sofa með mjög léttar sængur. Léttasta sængin sem við bjóðum upp á heitir Kauffmann 900. Samhliða miklum gæðum í dúninum þá er efnið í sænginni úr hágæða bómull, s.s. egypskri mako-batiste. Dúnn í hágæða sængum hefur fill power frá 750-950 cuin. Meiri upplýsingar um fill power má lesa hér.

Þeir sem kjósa að sofa undir þyngri dúnsæng ættu að taka sæng sem hefur minna fill power, t.d. ca. 500 eða er blanda af fiðri og dúni.

Climabalance sængur

Climabalance sængurnar frá Kauffmann eru með heimseinkaleyfi en þær losa raka alltaf 3x hraðar en hefðbundnar sængur. Climabalance sængurnar henta sérstaklega vel fyrir fólk sem er heitt á næturnar og losar mikinn svita. En þær henta einnig vel fyrir aðra sem vilja sofa vel. Gerð var svefnrannsókn í háskólanum í Regensburg í Þýskalandi árið 2009 þar sem einstaklingar voru rannsakaðir með venjulegri sæng og Climabalance sæng. Helstu niðurstöður voru þær að hópurinn sem rannsakaður var fljótari að sofna, svaf rólegra, vaknaði sjaldnar, svaf lengur, djúpsvefninn lengdist um allt að 50% og REM svefn lengdist. Við hjá Sofðu rótt erum búin að nota Climabalance sængina í rúmlega tvö ár núna og getum tekið undir þessar niðurstöður, a.m.k. er hitinn undir sænginni miklu jafnari.

Þunga sængin/teppið CURA Pearl

Satt best að segja þá voru þungar sængur eitthvað sem við höfðum ekki heyrt af fyrr en í haust og vorum við mjög efins á virkni þeirra en með því að kynna okkur þær og prófa erum við sannfærð um að þær geti hjálpað mörgum að sofa betur, hvílast eða slaka á.

Þungar sængur eða teppi eru alls ekki ný á nálinni því að þau hafa verið notuð um árabil í lækningaskyni fyrir ákveðna hópa, s.s. ADHD, einhverfu, stress- og kvíðasjúklinga, þunglyndi, heilabilun og jafnvel vegna stoðkerfisvandamála. Í mörgum tilfellum hafa þungar sængur hjálpað fólki þannig að það þarf ekki að notast við lyfjagjöf til að sofa betur. Þess má geta að Sofðu rótt er í samstarfi við ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og SPOEX.

Á allra síðustu árum hefur almenningur í Bandaríkjunum uppgötvað kosti þess að sofa með þunga sæng. Þessi þróun er að eiga sér stað í Evrópu akkúrat núna. Þess má geta að áður fyrr og áður en dúnsængur og sængur úr gerviefnum urðu vinsælar þá svaf fólk gjarnan undir þungum ábreiðum, ef það hafði efni á þeim, hvort sem það voru ullarteppi eða skinn.

Hönnunin á þungri sæng veitir svipaða tilfinningu, þ.e. þegar þú liggur undir henni, og hlýtt faðmlag. Þyngdin á sænginni myndar léttan þægilegan þrýsting á líkamann sem má líkja við nudd. Þessi þrýstingur verður til þess að heilinn losar gleðihormón “feel good” eins og serotonin en minnkar á sama tíma magn stresshormónsins cortisol. Blóðþrýstingurinn lækkar, öndunin verður rólegri, kvíði og eirðarleysi minnkar og þér líður eins og þú finnur fyrir öryggi. Magn svefnhormónsins melatonin hækkar og gerir þig syfjaðan. Þú sofnar rólega og sefur alla nóttina.

CURA Pearl sængin er vinsælasta þunga sængin í Evrópu (og ekki af ástæðulausu) hefur selst í bílförmum á síðustu mánuðum.

 

Hvað finnst ykkur? Það væri gaman að fá komment 🙂

 

 

 

 

0

Your Cart